Draumurinn
Draumurinn um verkamanninn rættist í gær. Þegar ég kom heim var minn stóri og ljúfi maður að reka niður staura og fúaverja timbur - dáldið sveittur og sleipur....úlala....Um klukkan sjö þá kom ég út eins og frelsandi engill með hvítvínsflösku og tvö glös og sátum við í sumarsælunni í garðinum í nýju húsgögnunum og nutum stundarinnar og samvista hvort við annað.....Nú er hann á leið austur fyrir fjall til veiða - kannski lax á morgun?
2 Comments:
Fékkstu lax?
Ó nei - minn kom heim með öngulinn í rassinum. Hann fékk síðan símtal í gær frá kunningja sínum sem þarna var að veiða og hafði landað tveim.....minn glaður sem formaður árnefndar en spældur að landa engu sjálfur......K.
Post a Comment
<< Home