Tuesday, July 18, 2006

Ég er bjartsýn!!!!!!!!!!!

Fórum í gær og græddum helling í Rúmfatalagernum - eða RL unlimited. Þar er útsala og keyptum við stórt borð, sex stóla og sjö stólasessur á 7200. Nú er bara að bíða eftir sólinni. Ég sá fyrir mér að þegar ég kæmi heim úr vinnu í dag þá biði mín ískalt hvítvín og hálf nakinn sveittur karlmaður í garðinum. Minn ætlar nefnilega að byrja á skjólvegg í dag......

3 Comments:

Blogger Þóra said...

Og sólin bara komin sólarhring seinna. Til hamingju með nýju sumarhúsgögnin :-) Vona að þú sért úti í góða veðrinu að fá þér eitt hvítvínsglas eða tvö í augnablikinu :-D

8:26 pm  
Blogger Anna Kristjánsdóttir said...

Sólin er vissulega komin, en hvar er sá sveitti?

11:18 pm  
Anonymous Anonymous said...

Heilsuhremmingar hafa komið í veg fyrir fulla gleði....K.

10:11 am  

Post a Comment

<< Home