Thursday, July 20, 2006

Þetta er aumingjablogg

Jæja - ég hef verið með verk í kinnbeininu og upp og niður um andlit í nokkurn tíma. Og stundum hefur það verið hræðilega sárt. Fór til læknis og fékk penisillín því ég hef haft tendensa til að fá í kinnbeinin. Eftir viku á meðulum þá fékk ég tvö óbærilega vond sársaukaköst í andlitið. Eftir að hafa setið hér kvalin í vinnu í fyrrdag fékk ég tíma hjá tannsa sem tók myndir - ekkert sem bendir til að þetta sé út frá tönnum. Þá hringdi ég á heilsugæslustöðina og var drifin í röntgen af kinnbeininu - ekkert fannst. Læknirinn var á því að senda mig í sneiðmyndatöku en við ákváðum að ég tæki íbúfen í stórum straumum - 3x600 mg á dag í viku og biðum með sneiðmyndina. Var heima í gær með nettan verk - ekkert hræðilegt en nóg til þess að ég treysti mér ekki í vinnu. Enda búin líkamlega og andlega eftir kvalirnar. Ekki bætti það úr skák að ég sat á klóinu í nótt og krossaði mig oft fyrir hversu stutt er á milli herbergis og klósetts. Ég ætla ekki að fara út í hvort þetta var steinsmuga eða pula....En ég er algjörlega vansvefta og líður ekki vel.......

2 Comments:

Blogger Harpa Jónsdóttir said...

Þetta hljómar ekki vel. Góðan bata!

12:25 pm  
Blogger Anna Kristjánsdóttir said...

Þú hefðir betur komið með okkur í súrefnisferðina í gær

11:31 am  

Post a Comment

<< Home