Wednesday, July 12, 2006

Afmælisdagur

Í dag á Soffía afmæli. Hún er eins árs. Við fengum hana fyrir 10 mánuðum og hún var einhvernveginn algjörlega rétta kisan fyrir okkur. Við fegnum hana óséða frá Sauðárkrók en þekktum fyrir hálfbróður hennar og hálfsystur og vissum að það voru eðal kettir. Soffía er gullfalleg og gulbröndótt. Sumir tala um að hún hagi sér ókisulega - það er ekki nema von því hún er sannfærð um að hún sé þriðja dóttir okkar og hefur sama status og þær. Og Soffíu nafnið er ekki út bláinn því tengdamóðir mín hét Anna Soffía og mannin minn langði að hún héti Soffía en eldri dóttir okkar eldri ber nafn ammana sinna beggja - Anna Kristín.
Soffía er mikil blaðurskjóða og svara ef við hana er talað. Hún er dálítið kvartgjörn segja sumir, en hún vill bara eiga góð og innihaldsrík samskipti við okkur. Hún sefur hjá stelpunum og kemst inn og út af eigin vilja - en vill frekar ganga um aðalinngang hússins.
Til hamingju með afmælið elsku Soffía okkar...

2 Comments:

Blogger Hildigunnur said...

til hamingju með kisulóru :-)

4:06 pm  
Blogger Anna Kristjánsdóttir said...

Þú verður að koma þér upp myndasíðu með mynd af Soffíu. Kisurnar mínar liggja í tölvunni á kvöldin og skoða kisumyndir, en tregar á að lesa textann

6:22 pm  

Post a Comment

<< Home