Af lestri
Jæja - mikið átti að lesa í fríinu. Ég tók með mér þýddan reifara í Munaðarnes vitandi að þar væri örugglega talsvert af bókum sem mig langaði að lesa. Og það stóð heima - Svo fögur bein varð fyrir valinu. Byrjaði lesturinn og þótti bara gott. Þá rak ég augun í nokkrar körfur fullar af tímaritum - og þá byrjaði hægfara heiladauði. Ég fór í gegnum þvílíkan helling af Nýju lífi, Vikunni, Mannlífi og Séð og heyrt. Þarna voru líka Gestgjafinn og Hús og hýbíli en þau las ég ekki því ég hef takmarkað gaman af matseld og slíku stússi og engan áhuga á að sjá hvernig umhorfs er hjá fólki sem ég þekki ekki. Jæja analíssering mín á þessum tímaritum er eftirfarandi:
Nýtt líf - eiginlega hvorki fugl né fiskur - nokkur viðtöl en mest lagt upp úr innliti í fataskápa og kynningu á snyrtivörum - og viðtöl við konur sem eru "skó-fíklar" Aldrei skilið þá fíkn - svei.
Vikan - alveg hrikalega leiðinlegt blað!!!! Viðtöl við fólk (konur) sem höfðu lifað allskonar hrylling og lítill greinamunur gerður á hvort manneskjan hafði misst barn eða 30 kíló. Allskonar fréttir af nýjungum á snyrtivörumarkaðnum, óteljandi uppskriftir af "áhrifaríkum kúrum" fullt af sjálfsprófum og rosalega mikið skrifað um hvernig við getum nú breytt okkur og orðið betri - að sjálfsögðu eigum við ekki að vera ánægðar með okkur - það er ein af dauðasyndunum. Og umfram allt ENGIN AUKAKÍLÓ - það er hvort sem er svo auðvelt að losna við þau.
Séð og heyrt - er þó nokkuð ærlegt blað og reynir ekkert að vera annað en það er - upp fullt af fréttum um "sjóðheit pör" og fréttum um smá selebbs sem maður hefur aldrei heyrt getið
Mannlíf - þar fann ég fullt af góðum viðtölum og greinum og það ber svo sannarlega höfuð og herðar yfir þessi blöð - bara talsvert athyglisvert.......
Ég náði mér síðan í nýjustu Minette Walters bókina á Selfoss og ligg yfir henni núna.....
Nýtt líf - eiginlega hvorki fugl né fiskur - nokkur viðtöl en mest lagt upp úr innliti í fataskápa og kynningu á snyrtivörum - og viðtöl við konur sem eru "skó-fíklar" Aldrei skilið þá fíkn - svei.
Vikan - alveg hrikalega leiðinlegt blað!!!! Viðtöl við fólk (konur) sem höfðu lifað allskonar hrylling og lítill greinamunur gerður á hvort manneskjan hafði misst barn eða 30 kíló. Allskonar fréttir af nýjungum á snyrtivörumarkaðnum, óteljandi uppskriftir af "áhrifaríkum kúrum" fullt af sjálfsprófum og rosalega mikið skrifað um hvernig við getum nú breytt okkur og orðið betri - að sjálfsögðu eigum við ekki að vera ánægðar með okkur - það er ein af dauðasyndunum. Og umfram allt ENGIN AUKAKÍLÓ - það er hvort sem er svo auðvelt að losna við þau.
Séð og heyrt - er þó nokkuð ærlegt blað og reynir ekkert að vera annað en það er - upp fullt af fréttum um "sjóðheit pör" og fréttum um smá selebbs sem maður hefur aldrei heyrt getið
Mannlíf - þar fann ég fullt af góðum viðtölum og greinum og það ber svo sannarlega höfuð og herðar yfir þessi blöð - bara talsvert athyglisvert.......
Ég náði mér síðan í nýjustu Minette Walters bókina á Selfoss og ligg yfir henni núna.....
2 Comments:
nýjasta Minette er góð, ertu ekki að tala um Devil's Feather (er nokkuð komin nýrri?) Kláraði hana einmitt uppi í Skálholti í síðustu viku.
Námkvæmleg Devils´s Feather - er komin á mjög krítískan stað þar sem þær sitja yfir freyðivíni eftir hvarf ógeðsins - spennt að vita hvert þetta fer!!!!!!!!!
K.
Post a Comment
<< Home