Gaman saman
Já það var svo sannarlega gaman að vera saman. Það þurftu allir aðeins að ná sér niður fyrstu dagana í Munaðarnesi - við foreldrarnir eftir vinnutörn og stelpurnar svona að venjast því að vera netlausar. Reynar komumust við á netið seinna í vikunni - en það var í smá skömmtum. Við vorum að mestu bara fjögur - mágur minn kom og gisti eina nótt. Það var öllu gestkvæmara seinni vikuna þegar við vorum í okkar litla athvarfi. Þá vorum við líka með aukabarn - dóttur vinkonu minnar - hana Rannveigu - en hún er á milli dætra minna í aldri og gott að hafa hana með. Og Wincie og mamma komu og borðuð og gistu. En fyrri vikuna gerðum við svona dittinn og dattinn - fórum á tónleika í Fossatatúni, gengum að Glym og Paradísarlaut, fórum í Stykkishólm. En annars var lesið, glápt á sjónvarp, borðað, sofið og mikil rólegheit yfir öllu. Það er eitthvað svo gott að vera laus við allt áreiti - bara við fjögur og einhvernveginn ekkert gert - nema saman -það er líka svo gaman...
0 Comments:
Post a Comment
<< Home