Saturday, July 08, 2006

Við erum komin heim

Klukkan að halla í hálf átta og ég get ekki sofið. En ég hef sko getað sofið undanfarið!!!Hvílík sæla er sumarbústaðalíf. Við vorum í viku í Munaðarnesi í góða og gamla sjónvarpsbústaðnum og síðan viku í athvarfinu okkar í Hestandi. Þetta voru fínar tvær vikur; skrafað, lesið, flissað og fótbolti. Við létum það eftir okkur að fá okkur rándýra Sýn til að sjá boltan og tókum afruglarann með okkur. Minn er nú vanur að fá borgað fyrir að horfa á íþróttir og hefur mér hingað til bara þótt það gott en mikið rosalega erum við búin að skemmta okkur yfir boltanum saman - svo er þetta svo góð afsökun fyrir að fá sér bjór......Ég ætla að skrifa meira um sumarbústaðaferðina okkar á komandi dögum....

2 Comments:

Blogger Anna Kristjánsdóttir said...

Ég er nú búin að drekka ótæpilegt magn af öli síðustu vikuna án þess að horfa á einn einasta fótboltaleik.

11:47 pm  
Blogger Kristin Bjorg said...

Já ég viðurkenni líka kinnroðalaust að ég hefði drukkið ölið - án boltans....

2:56 pm  

Post a Comment

<< Home