Friday, July 28, 2006

Mamma mín

Hún mamma mín - KristínPálsdóttir - varð áttatíu ára miðvikudaginn 26. júlí. Hún er fædd í Hnífsdal dóttir Jensínu Sæunnar Jensdóttur og Páls Þórarinssonar. Systkinin hennar voru 4 en þær voru þrjár systurnar sem komust til fullorðinsára. Það voru þær Guðrún (Agga) og Erla sem báðar eru látnar. Mamma vildi ekki daga uppi í Hnífsdal og fara að vinna í frystihúsinu, giftast og eignast börn. Ekki voru til peningar til að mennta stúlkuna svo hún silgdi til Reykjavíkur á togara, vann í mjólkurbúð og bjó hjá föðursystur sinni. Hún fór í kvöldskóla og lærði ensku og hraðritun og fékk síðan ágæta vinnu hjá hjá innflutningsfyrirtæki. Þar vann einnig Guðmunda Andrésdóttir listmálari. Guðmunda átti systur sem bjó í Englandi og var að leita að góðri au-pair stúlku. Mamma sá þarna gullið tækifæri og réði sig í vistina. Þar stundaði hún nám af kappi og þegar heim kom fékk hún ágæta vinnu í viðskiptaráðuneytinu og var síðan flutt í utanríkisráðuneytið. Þaðan var hún svo send til London til að vinna í sendiráðinu þar. Hún kynntist pabba í London þar sem hann stafaði sem söngvari. Þau giftu sig 1954 og eignuðust þrjú börn. Þegar börnin voru komin á legg fór mamma aftur að vinna, fyrst í Kron búð í Kópavoginum, síðan sem læknaritari í Blóðbankankanum og lauk starfsævinni sinni í viðskiptaráðuneytinu þar sem hún var m.a. ritari nokkura ráðherra. Mamma mín er skemmtileg kona, ágætlega hraust, stundar sund og sundleikfimi, fer í leikhús við öll tækifæri, fer mikið í bíó, ferðast þegar hún hefur tækifæri til, finnst Megast semja mörg falleg lög og neitar að taka þátt í starfi eldri borgara í Kópavogi því henni finnst hún ekkert eiga sameiginlegt með fólkinu annað en aldurinn. Dáldið til í því.....

4 Comments:

Blogger Uppglenningur said...

Til hamingju með mömmu þína.

11:40 am  
Anonymous Anonymous said...

Takk fyrir!!!!k.

3:44 pm  
Blogger Anna Kristjánsdóttir said...

Sjá nánari ættfærslu í Arnardalsætt 1. bindi bls 241 og þar fyrir framan. :)

Til hamingju með móður þína.

4:37 pm  
Anonymous Anonymous said...

Takk fyrir Anna - Arnardalsættin var mikið skoðuð þegar ég var barn og það var gaman að sjá myndir af foreldrum og ættingjum í "gamla daga"K.

7:04 am  

Post a Comment

<< Home