Friday, August 04, 2006

Barnið/unglingurinn

Nú erum við hjónin orðin opinber "foreldrar fermingrbarns" því fyrsti mark/ruslpósturinn barst okkur í gær. Hann var frá Siðmennt um borgararlegar fermingar. Við höfum verið að ræða þetta mæðgur - mér er nákvæmlega sama hvort fermingin verður í kirkju eða Háskólabíói, það eina sem ég vil er að barnið geri sér grein fyrir að hún hefur val. Hún er búin að samþykkja að lesa bæklinginn til að athuga hvað borgralega ferming þýðir og hvað það þýðir að fermast í kirkju. Ég var í miklum vafa á sínum tíma hvort ég ætti að fermast en ákvað síðan að fylgja fjöldanum. Hannes bróðir minn fór í alla fermingarfræðslu en ákvað að fermast ekki. Það var nánast óþekkt 1975 en hann var harðákveðin og foreldrar okkar studdu þessa ákvörðun.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home