Friday, July 28, 2006

Dásamleg ferð

Við lögðum af stað þrjár konurnar í ferð á miðvikudagsmorgun, ég, mamma og Wincie frænka. Leið okkar lá á Snæfellsnes. Í Borgarfirðinum söng pabbi síðasta lag fyrir fréttir "Enn ertu fögur sem forðum". Wincie táraðist og ég og mamma héldumst í hendur. Borðum nesti úti í móa á Mýrunum. Stoppuðum á Búðum og Arnarstapa. Tjékkuðum inn á Hótel Hellnar þegar klukkan var að verða fjögur og gengum síðan niður litla kaffihúsið við bryggjuna og fengum okkur kaffi og vöflu. Borðuðum kvöldmat á hótelinu - ótrúlegan góðan steinbít og plokkfisk. Dáldið vín, bjór, trúnó,fliss og útundir vegg með þeirri elstu að reykja. Hótelið á Hellnum er einhvern veginn svo akkúrat eins og sveitahótel eiga að vera. Ekki ferkanntað. Í gær fórum við síðan fyrir nesið og sáum alla dýrðina á þessum ótrúlega stað. Jökull, gulur sandir, kría, fossar, Kirkjufellið, græn fjöll, hraun, mosi og allt eitthvað svo dásamlegt. Kaffi og kökur í Narfeyjarstofu í Stykkishólmi.
Þetta var fín ferð hjá okkur stöllum. Og um ástæðu ferðarinnar getið þið lesið í blogginu um hana mömmu mína.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ég bið að heilsa Wincie, minni gömlu vinkonu og kennara.

2:44 am  
Blogger Anna Kristjánsdóttir said...

Hvernig er það. Á ekki Wincie að vera að segja sögur af vesturheimskum Íslendingum á þessum tíma árs norður á Vesturfarasetri hjá honum Valgeir?

Þú mátt líka skila kveðjm til hennar frá mér

4:06 pm  
Anonymous Anonymous said...

Ég skal skila kveðju frá ykkur til frænku beib. Wincie er komin í bæinn eftir 5 ára útlegð á þeim dásamlega stað Hofsósi og er farin að kenna aftur við Hamrahlíðina. Hana langaði aftur í bæinn og svo varð hún amma á síðasta ári og það togaði nú í mína. Hún á reyndar von á öðru ömmubarni í desember og er í 7unda......K.

7:03 am  

Post a Comment

<< Home