Sunday, September 17, 2006

Börnin og buran

Buran sefur en ég og stelpur erum komnar á kreik. Ég og Anna ætlum í messu í Langholtskirkju. Það er liður í fermingarundibúningi hennar. Ég er búin að hneykslast nóg á fermingarbörnunum í Dómkrikjunni sem koma í skyldumessurnar og hálf sofa á öftustu bekkjunum eða eru á fullu í símum sínum í leikjum eða á sms. Ég hef reyndar verið hneyksluð á foreldruum að fara ekki með börnunum í messu þegar þau eru í fermingarundirbúningi. Svo að nú er komið að mér. Mér finnst að ef börn fermast á annað borð þá verði þau að vita um hvað málið snýst.
Sú yngri er að horfa á sjónvarpið og nýtur þess að tjill. Annars er hún orðin mjög skipulögð. Hún notaði tækifærið í bílnum bæði á leið upp í bústað og á leið heim fyrir heimanámið. Gerði verefni í ensku, íslensku og las í islam.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

ja hérna hér, er eldri dóttir þín að fara að fermast? tíminn flýgur...

gott að heyra af þeirri yngri, hún verður einhvern tímann góð í "multitasking", sem er víst afsakplega heppilegt í hraða nútímans

5:31 pm  
Blogger Kristin Bjorg said...

Já- timinn flýgur svo sannarlega. Ég var einmitt eitthvað að hugsa um það í dag þegar hún var hjá þér í tímum og var svo rosalega hrædd við dýrahljóð sem þú varst að spila fyrir hana....

7:31 pm  

Post a Comment

<< Home