Monday, October 30, 2006

Tíu fingur

Ég hef haft rosalega gaman af þáttunum á sunnudagskvöldum og sit sem límd við tækið. Þetta eru frábærir þættir - góður umsjónarmaður og pródúsjónin fín. Það er svo gaman að heyra tónlistarmann ræða við aðra tónlistarmenn því spurningarnar eru markvissar og Jónas er náttúrulega afar fróður og getur reagerað á það sem viðmælendur hans segja og skotið inn skýringum ef honum þykir þess þurft.
Í gær var svo minn gamli píanókennari Halldór Haraldsson aðalið í þættinum. Og svakalega spilaði maðurinn! Hann á eftir eitt ár í sjötugt og spilalaði fanta vel og allt utan bókar. Geri aðrir betur.....

3 Comments:

Blogger Harpa Jónsdóttir said...

Hann er flottur karlinn!

2:42 pm  
Blogger Hildigunnur said...

ég sé aldrei þessa þætti, kóræfingar á sunnudögum :-(

8:29 pm  
Blogger Kristin Bjorg said...

Þetta er algjört must. Þú getur séð þættina á vefnum og meira að segja í lengri útgáfu. Það sem er líka svo gaman við þessa þætti að listamennirnir fá að spila - ekki bara ekki einhver stutt lítil verk heldur heilar sónötur - engin snýting þar.

8:53 am  

Post a Comment

<< Home