Friday, November 17, 2006

Og orðið góða.....

Um daginn spurði yngir stelpan hvað væri söfnuður í kirkju. Við svörðum eitthvað á þá leið að það væri fólkið tilheyrði hverri og einni kirkju. Það færðist roði yfir andlit barnsins og hún varð dálitið aulaleg á svipinn. Aðspurð sagði hún að hún hefði haldið að söfnuður í kirkju væri eitthvað tæki eða áhald sem safnaði. Ég er búin að vera að hugsa hvað hafi farið í gegnum höfuðið á barninu í kristnifræðitímum s.l. tvö ár: söfnuðurinn kom saman, söfnuðurinn stendur upp, söfnuðurinn tekur undir í söngnum, ekki náðist samkomulag í söfnuðinum etc.
Þegar ég var lítil og mamma var eitt sinn að lesa fyrir mig um Heiðu og afa þá kom fyrir setning á þá leið að Heiða mundi eftir einhverju. Ég spurði hvort hún hefði fengið minnið aftur - hún hefði nú verið munaðarlaus.
Svo var það drengurinn sem spurði hvar kyrrþey væri..........

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

hahaha, frábært:D

12:28 pm  
Blogger Ester Elíasdóttir said...

Og Raggi minn sem kom uppí þegar hann var lítill af því að honum var svo kalt á fótatakinu.

4:24 pm  
Blogger Ester Elíasdóttir said...

Reyndar kann ég mun betri sögu:
Strumpur var skírður heima þegar hann var 5 ára (af ýmsum ástæðum). Hann tók þátt í athöfninni og pabbi spilaði Jesú bróðir besti, sem Strumpur lærði og söng með okkur öllum.
Ég var búin að útskýra að skírn færi yfirleitt fram þegar börn væru mun yngri, og þá í kirkju.
2-3 mánuðum síðar heyri ég að Strumpur er að reyna að rifja upp Jesú bróðir besti (kunni lagið, en vantaði textann). Kom svo og spurði mig: Mamma, hvernig var aftur lagið þegar verið var að kyrkja mig??

4:26 pm  
Blogger Anna Kristjánsdóttir said...

Ef einhver spyr þig um líkklæði Krists, þá eru þau geymd í stórri og mikilli kistu, sjá mynd á mínu bloggi

11:32 pm  

Post a Comment

<< Home