Wednesday, November 01, 2006

Vetrarfrí!

Já nú er komið að því - vetrarfrí er brostið á í grunnskólum Reykjavíkur. Við fjölskyldan ætlum að leggja land undir fót (dekk) og halda á Sigló. Einn saungfjelagi minn í Dómkórnum ætlar að lána okkur húsið sitt og fá í staðin að fara í okkar athvarf í Grímsnesinu við tækifæri.
Á Sigló ætla ég að heimsækja bróður minn oft og mikið, ganga um svæðið, elda góðan mat og bjóða Ástu hans Birgis til okkar o.fl.
Við erum líka að hugsa um að skreppa á Akureyri og bjóða Gunnari bróður með - skoða þar jólahúsið og kaupa okkur Brynju ís. Vona að færðin verði þokkaleg. Förum á morgun og komum á mánudag. Unglingurinn í kjallaranum og kötturinn Soffía passa húsið.......

4 Comments:

Blogger Harpa Jónsdóttir said...

Góða ferð!

3:29 pm  
Blogger Anna Kristjánsdóttir said...

Góða ferð og aktu eins og ég væri undir stýri. Þá fer allt vel :)

10:51 pm  
Blogger Kristin Bjorg said...

Takk fyrir góðar kveðjur - við verðum víst að fresta för um einn sólarhring - dæturnar í kvikmyndatöku - en ætlum að reyna þess í stað að vera fram á þriðjudag.....

7:32 am  
Anonymous Anonymous said...

vá, góða ferð:o)

11:24 am  

Post a Comment

<< Home