Friday, December 29, 2006

Hvílík afslöppun!

Gleðileg jól elskurnar mínar - smá skýrsla
Aðfangadagur leið ljúfur og góður. Maturinn var fínn og við tókum upp gjafir í rólegheitum. Gvöð hvað hlutirnir hafa breyst síðan stelpurnar voru friðlausar og veltust um gólfið í sparikjólunum meðan fullorðna fólkið borðaði.
Jóladagur fór í að undirbúa kvöldið -hér var mikið gaman yfir hangikjöti, uppstúf og hinum ýmsu rauðvínstegundum sem gestirnir drógu upp úr pússi sínu. Fullorðna fólkið sat lengi til borðs meðan ungviðið skemmti sér við eitt og annað.
Annar dagur jóla var nákvæmlega eins og ákveðið var: við veltumst á milli sófa og rúms, horfandi á dvd, lásum, átum og rifjuðum um skemmtileg atriði dagsins áður. Tartalettur og tilheyrandi í kvöldmat og við hjónin föttuðum að dætur okkar vissu EKKI hvað tartalettur voru. Tartalettur voru ómissandi á okkar barnajólum.
Ég var í fríi á miðvikudag en fór til vinnu í gær. Ég er líka í fríi fram eftir degi í dag en þarf að skreppa í 2 - 3 tíma á eftir.
Meira síðar.
Bæ ðe vei þá er ég að brjálast á sprengjuhljóðum hér fyrir utan. Hvernig verður þetta þegar nær dregur áramótum. Sé að löggan var að renna upp að skólanum -einhverjir að sprengja þar..

1 Comments:

Blogger Hildigunnur said...

gleðileg jól og áramót og afslöppun :-)

7:04 pm  

Post a Comment

<< Home