Thursday, January 25, 2007

Sá svarti bankar

Hundurinn - nú vill hann inn. Það eru þó ekki mikil læti en ég finn að hann langar. Ég finn líka að ég hef meiri kraft en oft áður til að meina honum inngöngu.
Fyrir akkúrat tveim árum lagði hann mig í rúmið í heilan mánuð og það má ekki koma fyrir aftur. Hann reynir þó.
Mörg góð ráð hef ég fengið; margir vilja meina að ég eigi að fara með hann í sund eða út að ganga. Jú jú - ég er til í það en stundum þá meinar hann mér að fara framúr rúminu og þá verður nú lítið um ferðir út úr húsi. Þá er maður ofsalega fegin að komast bara í sturtu.
En ég ætla ekki að láta undan núna.

6 Comments:

Blogger Ester Elíasdóttir said...

Bööö, er það nú komment sem þú færð. Við þurfum greinilega báðar að komast yfir síu. Göngutúrarnir og sundferðirnar hjálpa heilmikið, en ég kannast við það að komast stundum ekki lengra gangandi en fram á klósett og til baka í rúmið. Minn svarti hundur glefsar og er reiður núna. Við gætum kannski reynt að slá þá báða niður í sameiningu. Ef þér hugnast. Stundum hjálpar að hafa einhvern á sama báti með sér - það gerir mann sterkari - en stundum er það einhvern veginn verra. Láttu mig bara vita. Knús!

1:28 pm  
Blogger Anna Kristjánsdóttir said...

Nú skil ég hvorki upp né niður, ekki frekar en Baggalútur í þessu leyndartali!

12:28 am  
Anonymous Anonymous said...

Gangi þér vel í baráttunni, elskan mín, bestu kveðjur, Systa.

10:47 am  
Anonymous Anonymous said...

sendi þér baráttu- og batnkveðjur úr Laugardalnum, gangi þér vel að hemja hundkvikindið

9:00 pm  
Anonymous Anonymous said...

Elsku bestasta Kristín mín!!! Mundu að þú ert laaaang flottust, sætust, frábærust og skemmtilegust!!!!!!! Gætirðu kannski bara vorkennt hundgreyinu, sleppt ólinni og sagt við hann að hann sé ekki lengur velkominn hjá þér, þú sért með ofnæmi fyrir honum. Horfðu svo á dætur þínar og hann sæta Gulla og svo þig sjálfa og sjáðu bara hvað þið eruð sterkari en allt í heiminum! Þið eruð það nebbla!!!
Love you all the time:-)

8:23 pm  
Blogger Kristin Bjorg said...

Takk fyrir góðar kveðjur elskurnar mínar allar......

7:52 am  

Post a Comment

<< Home