Sunday, January 14, 2007

Skrýtin helgi

Hingað var hringt klukkan hálf ellefu á fötudagskvöldið. Það var Dídí sem býr á móti mömmu í blokkinni -reyndar fermingarsystir hennar að vestan og einn af þessu góðu nágrönnum. Það hafði kviknað í blómaskreytingu hjá mömmu og í fátinu hafði hún tekið brennheitan diskinn upp og fór með í vaskinn.Ég brenndi í Kópavoginn og sótti hana. Upp á slysavarðstofu komi í ljós að hún var með 2. stigs bruna á nokkrum stöðum á hægri hönd og tveim-þrem fingrum á vinstri hönd. Hinir fingur og hendur með 1. stigs bruna. Við vorum upp á slysó til að verða hálf tvö og hún fékk fyrsta flokks umönnun þar. Kvalirnar voru svo miklar að hún þurfti morfín. Það fór svo illa í hana að þegar við komum heim til hennar varð hún illilega lasin. Einhvernvegin leið nóttinn hjá okkur en strax næsta dag varð hún hressari. Ég var hjá henni fram eftir degi, bróðir minn kom síðan og svo gistu Bryndís mín og bróður dóttir hjá henni liðna nótt. Það er huggun harmi gegn að búið var að segja henni að fyrstu tveir sólarhringarnir yrðu erfiðir vegna kvala, en hún hefur ekkert fundið til síðan hún búið var um hendurnar. Ég var hjá henni áðan og hún er öll að hressast.
Í gær borðaði ég síðan með yndislegum vinkonum og fyrrum samstarfskonum úr Sjónvarpinu. Dásamlegur matur og allr svo yndislegt. Það var svo sannarlega gott að slaka á eftir það sem á undan hafði gengið. En mikið rosalega er ég búin að vera þreytt í dag og hef ekki haft orku til eins né neins. Horfði á Dumb and dumber með þeirri eldri - enn og aftur gat ég dáðst af þeim kumpánum. Svo er ég núna að horfa/hlusta á Kolbein Bjarnason spila AHS, Hafliða, Mozart og Bach.
Vinnuvika framundan og margt spennandi. En ég þarf líka að sinna henni mömmu minni.

2 Comments:

Blogger Hildigunnur said...

úff, gott að þetta er á góðri leið :-O

8:41 am  
Anonymous Anonymous said...

Takk fyrir síðast, elskan mín.
Þetta var alveg frábært, dásamlegt að eiga svona góðar vinkonur. Kv. Systa.

3:03 pm  

Post a Comment

<< Home