Friday, February 02, 2007

Brot númer tvö

Bryndís mín brotnaði aftur á miðvikudag. Í maí á liðnu ári brotnaði hún á framhandlegg hægri handar en nú er þetta all alvarlegara því hún brotnaði á úlnlið vinstri handar - og er örfhend.
Hún var að hita upp í handbolta - hljóp aftur á bak og datt með þessum afleiðingum.
Við fengum afbraðgsþjónustu á slysó því þegar þeir sáu hvers eðlis slysið var var hún drifin strax upp á bekk, settur upp leggur og morfín í æð. Í myndatöku komi í ljós að svæfa þyrftir barnið og laga brotið annað hvort með því að toga það til að að skera. Sem betur fer þurfti aðeins að toga.
Við biðum á slysó í meiri en fjóra tíma eftir aðgerð frá 17:00 - 21:00. Allt brjálað að gera og tvær skurðstofur opnar og hún í forgangi. Þarna lá litlan í lyfja rússi og kvíðin vegna aðgerðarinnar.
Við vorum síðan á spítalanum aðfaranótt fimmtudagsins og allt gengur vel - hún er heima í gifsi upp að olboga. Eftir þetta leið mér eins og ég hefði verið á fjögurradaga fylleríi og yfir mig hefði keyrt trukkur.
En núna er föstudagur og þetta verður góð og róleg helgi......

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

æ, skelfing er leiðinlegt að heyra þetta. vona sannarlega að allt gangi vel hjá ykkur.

8:58 pm  
Anonymous Anonymous said...

æi, skinnið litla :-( Vonandi verður þetta fljótt að gróa!

3:14 pm  
Anonymous Anonymous said...

ææ, ég vona að beiin verði fljót að gróa

11:53 am  
Blogger Kristin Bjorg said...

Takk fyrir -þetta er allt að koma og hún er ótrúlega dugleg að bjarga sér.

5:17 pm  
Anonymous Anonymous said...

já, fyrri af þessum anonymous var sem sagt ég!

6:15 pm  

Post a Comment

<< Home