Sunday, February 04, 2007

Saga af slysó

Þegar við mæðgur fórum á slysó um daginn þá tók á móti okkur ágætis hjúkrunarfræðingur. Þegar í ljós kom að barnið var brotið þá fór ég með þuluna......."þetta grær áður en þú giftist" Hjúkkan greip þetta á lofti og fór að tala um að það væri nú alveg öruggt nema að Bryndís ætlaði að giftast á morgun og spurði svo hvort einhver strákur væri nokkuð búin að biðja hennar. Við vorum sammála um að svo væri nú ekki og ég bæti við að það eigi örugglega einhvern daginn fríður piltur eða fönguleg stúlka eftir að biðja hennar.
Ég fékk þvílíkt augnaráð frá vesalings konunni og henni fannst þetta greinilega fáránlegt innlegg hjá mömmu stúlku barns. Ekki sagði hún nú neitt en hryllti sig.
Bryndís kippti sér ekkert upp við þetta.
Það þýðir ekki bara stundum að tala um jafnrétti og mannréttindi - þau eiga líka heima á slysó....

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

gott hjá þér!

6:15 pm  
Anonymous Anonymous said...

mér finnst þetta kúl athugasemd hjá þér:D

7:25 pm  
Anonymous Anonymous said...

Bestu kveðjur til Bryndísar. Vonandi gengur þetta vel hjá henni.
Furðulegt hvað fólk getur verið fast í norminu. Kv. Systa.

4:36 pm  
Blogger Ester Elíasdóttir said...

Jahá! Ekkert athugavert við þína athugasemd, hins vegar eitthvað athugavert við augnaráð hjúkkunnar!

10:48 am  

Post a Comment

<< Home