Thursday, September 23, 2004

Sparifé

Nú langar yngri stelpuna mína að taka út þá nokkra þúsundkalla sem hún á á bankabók til að kaupa sér Play Station. Það eiga "allir" slíka græju. Er þetta ekki rosalega skemmtilegt - bæði fyrir fullorðna og börn? Við foreldrar erum ekki á því að hún fái að eyða því litla sem hún á á banka og minnum á að jólin séu ekki langt undan. Næst vill hún örugglega selja þau hlutabréf sem hún á í Eimskipafélaginu, en þau voru keypt fyrir þau laun sem hún fékk þegar hún lék í kvikmynd 2ja ár gömul. Ekkert Rutar Reginalds dæmi hér! Hún hefur nú samt talað um að þann pening ætli hún að geyma þar til hún fer til útlanda að læra - ekki er ráð nema í tíma sé tekið......

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Getur hun ekki bqrq leikid ser med legg og skel eins og onnur born?

Einar J

3:02 pm  
Blogger Hildigunnur said...

hef ekki lagt í playstation, nóg hvað ég eyði tímanum í tölvuleiki í minni tölvu!

og þó, þá fengi ég kannski að hafa mína í friði :-)

1:07 pm  
Anonymous Anonymous said...

Jú það passar akkúrat fyrir hana að leika að leggjum og skeljum - milli þessa sem hún ræðir um lúpínu ræktun á höfuðborgar svæðinu, veltir fyrir sér þjóðarblóminu, horfir á heimildarþættina Hafið, Lífshætti spendýra og Lífið á Níl - á þetta horfir hún þegar hún er búin að skemmta sér virkilega vel við að horfa á kvikmyndina Amadeus......og svo notar hún orð eins og afskaplega, reglulega, sérlega o.s.frv.

4:13 pm  
Anonymous Anonymous said...

þetta var ég sjálf hér fyrir ofan
kristín fagra

4:17 pm  

Post a Comment

<< Home