Monday, September 27, 2004

Sumarið 1986

Sumarið 1986 var ég við nám í Íþöku í New York fylki. Ég var þar að læra sjónvarpspróduktsjón og til að flýta fyrir mér þá ákvað ég að taka sumar kúrsa til að geta útskrifast vor 1987. Þetta var fínt, þetta voru 2 tímabil 4 vikur hvort að mig minnir og tvö fög á hvoru tímabili. Ég tók kúrsa í vísindaskáldsögum (hafði aldrie lesið slíkar sögur fyrr), í almannatengslum, einhvern handrita kúrs tók ég og svo....já og svo tók ég kúrs í James Bond. Við horfðum á allar myndirnar, stundum 2 á dag, skiluðum verkefnum, vorum í umræðuhópum og skrifuðum langar og vísindalegar ritgerðir um allt sem snéri að Bond: óvinina í myndumum, konurnar í lífi hans, tálkvendin, Moneypenny, komma gríluna, húmorinn, aksturinn, gimmikkið, samband hans við M ofl. o.fl.
Þetta var semsagt hið best sumar - James Bond, vísindaskáldskapur, sól og gott veður, gay diskóið með Chris og Garry vinum mínum þar sem við dáðumst að afturendum karlpeninganna og vorum stundum sammála og stundum ekki, bíó á þriðjudögum því þá var miðinn ódýrari - barinn okkar The Ritz þar sem við vorum í vinfengi við Cyndi sem þar afgreiddi og hún geymdi alltaf síðustu sjússana úr gin og vodka flöskunum fyrir okkur því það var þannig á þessum bar að síðustu sjússarnir úr flöskunum voru ókeypis.......Svona var nú stúdenta lífið þetta sumarið - þegar ég svo útskrifaðist voru semsagt 3 af þessum 121 punkti sem ég lauk vegna James Bond.
Nú horfi ég á allar Bond myndirnar á sunnudagskvöldum og þær eldast nú svona og svona.....

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

jii...hvad thetta hljómar yndislega. Ég er greinilega alveg í bandvitlausu námi...

knús
Thóra

12:58 pm  

Post a Comment

<< Home