Tuesday, October 05, 2004

Gagnfræðaskóli

Ég sá um daginn gamla mynd af Ríó Tríói - ógurlega ungir og sætir. Helgi Pétursson kenndi mér í gagó - Þingólsskóla í Kópavogi - og við vorum rosalega skotnar í honum stelpurnar. Hann var ekkert lítið sætur, talsvert frægur, ágætur kennari og hinn skemmtilegasti. Hann gekk alltaf í rúskins klossum með kögri og það var alveg geðveikt flott. Hann hefur líklega verið lítið eldri en við krakkarnir. Og það voru fleiri kennarar í þessum gagnfræðaskóla. Einn er nú kennari á suðurnesjum, ágætis maður sem einnig var svaka góður dansari kenndi samkvæmisdansa. Hann sá seinna um vinsælan útvarpsþátt á rás tvö og þar bar fundum okkar aftur saman - hann kenndi tangó með trukki og dýfu. Svo var þarna litblindur poppari sem hafði verið í nokkrum vinsælum hljómsveitum og meðal annars sungið enskt lag með ísl texta.."fækkaðu fötum...etc.."
Svo var þarna kennari sem verið hefur sendiherra okkar á hinum ýmsu stöðum - held að hann sé hérna heima núna. Einn ömurlegur guðfærðinemi var þarna líka - klæddi sig ákaflega spjátrungslega - hann er núna prestur úti á landi og ég vona að ég eigi ekki eftir að hitt hann aftur á lífsleiðinni. Ég neitaði að fara í tíma til hans - það átti að reka mig úr skóla en ég var ágætis nemandi og foreldrar mínir stóðu þétt við bakið á mér. Úr varð að ég las íslandssöguna utanskóla það sem eftir var vetrar - og tókst að verða næst hæst að vori, þrátt fyrir að hafa ekki verið í tímum. Kennslubókin var hrútleiðinleg eftir Egil Stardal - en þrjóskan í mér hafði yfirhöndina.Þinghólsskóli var alveg nýr skóli þegar ég sótti hann - enda vesturbærinn í Kópavogi ákaflega barnmargt hverfi á þessum tíma. Barnaskólinn - Kársnesskólinn - var meira að segja þrísetin og þegar ég fór í gaggó byrjaði skóladagurinn klukkan 12:30 og við vorum að skrölta þetta heim um klukkan 18:00 - Það verða 30 ár næst vor síðan ég lauk gagnfræðaprófi - og haustið 1975 byrjaði ég í Hamrahlíðinni - og það haust var kvennafrídagurinn - ég hélt í saklausi mínu að leiðin væri greið hvað jafnrétti varðaði, en stutt þykir við vera komin þetta 29 árum síðar......

5 Comments:

Blogger huxy said...

eg man eftir svona kennaraskoti. eg var svona tiu ara. tha kom ungur og saetur tonmenntakennaranemi til jons stefans (reyndar bad eg jonsa um ad giftast mer, en eg var bara sjo ara svo ad thad telst ekki med) og kenndi okkur ad klappa takt. hann var lika eitthvad vidlodandi tonmenntaskolann a thessum tima og thar sa eg honum bregda fyrir lika. en, semse, eg vard daudskotin i honum og svo for hann ad vinna i utvarpi! hann heitir pall. thekkirdu hann kannski? ;)

12:18 pm  
Anonymous Anonymous said...

Var ekki Páll bróðir minn þá með jesú lúkkið - síðhærður og skeggjaður? Ég var líka í æfingakennslu hjá Jónsa - kenndi ég þér kannski líka? Þetta hefur verið svona 1980.....
Kristín Björg

12:35 pm  
Blogger huxy said...

nei, thu kenndir mer ekki, bara palli med dyrlingsbilinn. jesulukk, kannski thad.

12:59 pm  
Blogger Uppglenningur said...

Held eg viti hvada prest thu ert ad tala um . . .

4:11 pm  
Blogger Tóta said...

Það voru margir skemmtilegir karakterar sem komu austur á Norðfjörð og kenndu unglingunum þar. Eftirminnilegastur vegna skemmtilegheita er tvímælalaust Ævar nokkur Kjartansson.

1:34 am  

Post a Comment

<< Home