Monday, October 11, 2004

Hebreska

Er einhver þarna úti sem getur hjálpað mér með hebresku.
Þetta er erfið saga - en ég verð að létta á mér.
Árið 1977 fórum við félagarnir i Menntaskólanum við Hamrahlíð til Ísraels. Þetta var sannkölluð ævintýraferð - umhverfið, menningin, landslagið og allir þessir staðir sem maður hafði lesið um.
Við vorum vitlausir menntskælingar - en samt fannst okkur eitt og annað afar óþægilegt svo ekki sé meira sagt. Ég gleymi ekki þegar við komum í yfirgefin bæ og leiðsögumaður okkar sagði:
"We told the arabs they could stay, but they just left" Einnig var einkennilegt að sjá hermenn á hverju götuhorni með alvæpni - okkur fannst þeir reyndar þokkalega sætir, hrokkinhærðu, brúneygðu hermennirnir sem stundum fegnu far með rútunni okkar. Við þurftum einnig að syngja í herstöð og aldrei held ég að við höfum sungið verr. Einnig tókum við þátt í samsöng með mörgum öðrum kórum og nú verður þetta erfitt. Eitt af verkunum sem við sungum var að ég held eftir einhvern ísraela. Textinn í verkinu hljómaði svona: "Ronni batsion, ronni ronni, ronni batsion, ronni ronni! Hariu israel hariu!
Batsion er væntanlega .....Zion
Nú langar mig og hefur lengi langað að vita hvað þessi texti þýðir. Mig grunar það að þarna höfum við verið að syngja Israel og Zionisma lof og dýrð og mér þykir sá grunur alveg hræðilegur.
Er einhver sem kann hebresku?

3 Comments:

Blogger Uppglenningur said...

Á ég að trúa því að þú kunnir ekki hebresku Kristín . . . og látir það spyrjast út um þig í ofanálag!

12:09 pm  
Blogger Hildigunnur said...

spurðu bara Elías, hlýtur að kunna hebreskur. Hann Óliver Kentish kann líka eitthvað smá, held ég!

1:30 pm  
Anonymous Anonymous said...

Ég veiti þér með syndaaflausn.... þú varst way too ung til að kunna hebresku og vissir ekki betur en að þú værir að syngja You´re my sunshine eins og þú sagðir mér í morgunn.

Hér með þarftu ekki að hafa áhyggjur af þessu þar sem að ég hef þýtt eftirfarandi setningu:
Ronni batsion, ronni ronni, ronni batsion, ronni ronni! Hariu israel hariu!
En þetta þýðir immitt:
You are my sunshine, you are my sunshine and you make me happy as well!
Ok?
Kveðja úr Paradís

4:44 pm  

Post a Comment

<< Home