Tuesday, November 23, 2004

Palermo

Komin úr sól og sumri frá Sikiley - það verður að segjast að það er dáldið fríkað að sitja í 18 stiga hita við miðjarðarhafið og drekka rósavín og lenda svo hér 12 tímum seinna í þvílíku leiðinda skíta drullu veðri. Talandi um rósavín - þetta var svona Lancer vín í brúnum kútum, fékkst einu sinni hér og þótti upplagt að nota kútanna sem kertjastjaka að drykkju lokinni - afbraðgsvín, en hefur ekki fengist hér í mörg herrans ár - kannski maður fái sér umboð því Mattheus er ekki drekkandi.
En allavega - Palermo er frábær - þröng, öngþveitisleg, fallegar og ljótar byggingar, hjálpsamir ítalir, gott pasta, grappa, Teatro Massimo, fullt af þvotti á snúrum, heiður himinn, allri í sátt og samlyndi í umferðinni þrátt fyrir að þarna ægði öllu saman, gangandi, vespum og bílum þá var eins og óskrifuðu reglurnar væru í hávegum hafðar. Ég naut félagsskarpar mannsins míns og starfsfélaga og skemmti mér vel.
Gaman að fara í leiguflugi - síðast fór ég 1990 með slíku flugi til Portúgal. Í Palermo fluginu voru nokkarar misstórar grúppur - mín líklegast sú stærst með milli 50 og 60 manns. Allir að fara á sama stað í jafn langan tíma og einhverskonar partýstemning í fluvélinni. Vélin beið síðan í Palermo í 4 daga og áhöfn tjillaði og naut frísins. Enda var dáldið notalegt í gær þegar flugstjórinn ávarpaði áhöfnina - "elskulega áhöfn" vinsamlegast fáið ykkur sæti fyrir flugtak! Heimilislegt.
En heima er best og dætur mínar voru afar fallegar sofandi í gær og ekki síður þegar ég vakti þær í skólann í morgun. Sú yngri hafði greinilega ekki greitt hárið í hnakkanum í marga daga og mín beið skemmtilegur flóki.
Það besta við að fara að heiman er að koma heim

0 Comments:

Post a Comment

<< Home