Skóhlífar
Ég var að hlusta á nýju útvarpsstöðina, Talstöðina, áðan og þar var viðtal við tvo meðlimi Stuðmanna. Þar barst í tal eitthvað um gjaldeyri og gjaldeyrishöftin þegar þeir voru í London fyrir löngu og vantaði pening. Við að hlusta á þetta rifjaðist upp fyrir mér sagan af pabba og skóhlífunum. Hún er svona
Faðir minn heitin var hávaxinn maður og rosalega stórfættur. Hann notaði skó númer 46 og svo stór númer fengust hreinlega ekki hér á landi á þeim tíma og þegar hann fór til útlanda þá keypti hann 2- 3 pör og stundum öll eins. Jæja, einhverju sinni vantaði pabba skóhlífar eins og allir virðulegir menn notuðu í þá daga. Engar fengust nógu stórar hér á landi, en svo vildi til að systir pabba var að fara til Danmerkur og ætlaði að kaupa á hann nógu stórar skóghlífar þar. Pabbi skrifar þessari gjaldeyris nefnd bréf og biður um að fá að kaupa fáeinar danskar krónur til að hægt væri að kaupa skóhlífarnar. En - hann fékk neitun! En hannn pabbi minn gafst ekki upp, fór á nefndarfund í ónýtum skóhlífum, dengdi bífunum sínu stórum upp á skrifborð og spurði hvað hann ætti til bragðs að taka. Þetta dugði -hann fékk dönsku krónurnar og Kidda systir hans keypti líka þessar fínu skóhlífar í Kaupmannahöfn. Ekki fylgdi sögunni hvort pabbi þurfti að koma með hlífarnar og sýna nefndinni - það er þó aldrei að vita....
Faðir minn heitin var hávaxinn maður og rosalega stórfættur. Hann notaði skó númer 46 og svo stór númer fengust hreinlega ekki hér á landi á þeim tíma og þegar hann fór til útlanda þá keypti hann 2- 3 pör og stundum öll eins. Jæja, einhverju sinni vantaði pabba skóhlífar eins og allir virðulegir menn notuðu í þá daga. Engar fengust nógu stórar hér á landi, en svo vildi til að systir pabba var að fara til Danmerkur og ætlaði að kaupa á hann nógu stórar skóghlífar þar. Pabbi skrifar þessari gjaldeyris nefnd bréf og biður um að fá að kaupa fáeinar danskar krónur til að hægt væri að kaupa skóhlífarnar. En - hann fékk neitun! En hannn pabbi minn gafst ekki upp, fór á nefndarfund í ónýtum skóhlífum, dengdi bífunum sínu stórum upp á skrifborð og spurði hvað hann ætti til bragðs að taka. Þetta dugði -hann fékk dönsku krónurnar og Kidda systir hans keypti líka þessar fínu skóhlífar í Kaupmannahöfn. Ekki fylgdi sögunni hvort pabbi þurfti að koma með hlífarnar og sýna nefndinni - það er þó aldrei að vita....
1 Comments:
Hehe... skemmtileg saga!
Post a Comment
<< Home