Öskudagshryllingurinn
Ég hef að ég held einhverstaðar kommenterað varðandi öskudaginn áður og ætla að gera það aftur. Ég þoli ekki þennan dag! Að sjá krakkana eftirlitslausa með græðgissvip fara á milli búða og syngja tvær línur af attikattinóa og fá svo nammi í poka. Í ameríkur þegar krakkar fara á halloween út í nammi leiðangur þá er það undir foreldraeftirliti þegar farið er að skyggja. Þá fara þau í litlum hópum og berja á dyr í húsum í næstu götum og fá eitthvað smotterí í pokann og búið. Hér verður allt eitthvað svo tryllt og villt og svo mikið! Einshefur maður hefur séð myndir úr kringlunni frá þessum degi og þetta er einn og hálfur hryllingur.
En svo tekur maður þátt í þessu - ég var rétt í þessu að klippa ónýtan bol í allavega mynstur því mín eldri ætlar að vera hippi. Sú yngri ætlar í karatebúningum sínum....
En svo tekur maður þátt í þessu - ég var rétt í þessu að klippa ónýtan bol í allavega mynstur því mín eldri ætlar að vera hippi. Sú yngri ætlar í karatebúningum sínum....
1 Comments:
Óli bróðir gerði í því þegar hann var að vinna í Myndformi, að gefa krökkum ekki nammi nema þau syngju vel. Þýddi ekkert að gaula gamlinói keyrir kassabíl á einum tóni.
Annars vil ég frekar hafa þetta svona en eins og í Bandaríkjunum, ég hefði að minnsta kosti ómögulega nennt út með stelpunum núna í kvöld. Þær fóru niður á Laugaveg og Skólavörðustíg í klukkutíma. Finnst það bara allt í lagi.
Er heldur ekki viss um að bandarískir krakkar fái neitt minna, amk ekki samkvæmt teiknimyndasögum sem birtast í kring um Halloween hátíðina. Það að foreldrar fara með er af illri nauðsyn, allir svo hræddir um börnin sín, allir perrarnir sem eru þar út um allt...
Post a Comment
<< Home