Taka 2
Ég hef horft á þessa þrjá þætti sem verið hafa í Sjónvarpinu þar sem rætt er við kvikmyndaleikstjóra. Afskaplega ólíkir þættir enda viðmælendur afskaplega ólíkar týpur. Fyrsti þátturinn var leiðinlegur því Þráinn var svo ótrúlega leiðinlegur og vælin og átt svo bágt. Hilmar Oddsson var hrífandi, einlægur og ástríðufullur og Hrafn Gunnlaugsson var saklaus eins og nýfallin mjöll og afsaplega ánægður með allar sínar myndir- það er nú aldeilis gott. Það sást reyndar í pabba minn heitin aðeins þegar sýnt var úr hvíta víkingnum og það var gaman, þ.e.a.s. hann var einhver uppvakningur sem beindi Emblu á beinu brautina en mikið ósköp var gaman að heyra röddina hans aftur.....
3 Comments:
En þetta eru skrýtnir konsept. Þeir virka stundum á mann eins og sænsk-finnskur gerfi-realismi. Svona eins og viðtölin séu efti handriti, einnig svarandameginn.
Þátturinn í gær var ansi skrítin - eins og hún Duna er skemmtileg þá náðu þau engan vegin saman hún og Ásgrímur og eins og þau væru ekki að tala saman heldur segja setningar.....En mér fannst margt mjög áhugavert sem Guðný sagði um myndirnar sínar
Ég sjálf
Mér fannst líka svo gaman að sjá þetta atriði með pabba þínum. Hann var svo ótrúlega yndislegur samstarfsmaður og gaman að tala við hann alltaf!
Post a Comment
<< Home