Sunday, May 01, 2005

Fílahirðirinn

Vinsælasta lagið á Rás tvö þessa daganna er með Möggu Stínu og er eftir Megas. Þetta var fyrst flutt hjá Gísla Marteini í afmælis þætti Megasar þar sem afmælisbarnið skrópaði í sínu eigin afmæli. Þetta lag er einstætt. Það kom fyrst út á Loftmynd 1987 og ég féll algjörlega fyrir því - ein mann að ég hélt þar til ég uppgötvaði að Bryndís Valsdóttir knattspyrnukona, heimspekingur og vinkona mín hafði líka fallið fyrir því.Ég var að vinna þetta ár á Rás 2 - sá þar um morgunþátt frá 10- 12. Fyrst var ég með Skúla Helgasyni en síðan ein. Ég held að ég hafi verið eina manneskjan sem spilaði þetta lag -Fílahirðirinn frá Súrín - Reykjavíkurnætur urðu rosalega vinsælar, einnig Við Birkiland og Björg. Ég veit ekki afhverju Fílahirðirin náði ekki vinsældum þá - kannski var umfjöllunar efnið tabú þá - ástir tveggja karlmanna. Það virðist vera allt í lagi núna afþví að kona syngur það - en fallegt ástarljóð er alltaf fallegt og á þá ekki að skipta máli hver ástin er. Ég er líklega bara með fordóma afþví að mér finnst að þetta lag eigi að vera sungið af karlmanni. En ef þið viljið heyra raunverulegan sökknuð hlustið þá á lagið í flutningi Megasar. Ég heyrði þetta lag ekki í mörg ár ekki frá 1997 þegar ég flutti af Fálkagötunni og pakkaði niður öllum vinilplötunum og þar til 2002 þegar CD kom út og ég keypti hann í snarhasti. Síðan hef ég spilað þetta lag aftur og aftur. Ég var að hugsa um að láta flytja það í brúðkaupinu mínu 1991 en gugnaði á því. Þetta er rosalega fallegt lag - ég á ekki til orð til að lýsa því og textanum - þið verðið að hlusta á Megas!!!!!!

6 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Mig minnir að ég hafi heyrt gamalt viðtal ykkar Skúla við meistarann endurflutt á Rás 2 í hitteðfyrra (út af afmæli Rásarinnar). Er það kannski misminni hjá mér?

Varðandi kommentakerfið þá ættirðu kannski að fá þér haloscan.

Einar

11:42 am  
Anonymous Anonymous said...

Já Megas. Orfeus og Evridís er nú flottasta lag og texti sem til er - en hann verður að flytja það sjálfur. Og þótt Magga Stína sé krúttleg þá vantar allan sársauka í Fílana með henni. Vitanlega.

12:45 pm  
Anonymous Anonymous said...

Þetta var ég, gleymdi að kvitta. Vei það er hægt að kommentera hjá þér! Yessssssssssssss!
Sigga G.

12:47 pm  
Anonymous Anonymous said...

Það er trúlegt að við höfum tekið við hann viðtal þarna 1987 þó ég muni það ekki í svipinn. Ég er nú orðin svo öldruð.
ég sjálf

6:26 pm  
Anonymous Anonymous said...

Þetta lag er algjört æði og mér finnst Magga Stína frábær :-)Systa

11:11 am  
Anonymous Anonymous said...

Já þetta er ekkert mál!
k.

11:19 am  

Post a Comment

<< Home