Friday, April 22, 2005

Litlu frændur mínir þrír

Ég hef á tæpu ári eignast þrjá litla frændur sem eiga það sameiginlegt að langafar þeirra voru bræður pabba míns og eru allir fyrstu börn foreldra sinna. Í júlí í fyrra kom Jakob Ragnar í heiminn. Hann er sonur Jóhanns Tómasar og Jóhönnu konu hans og fæddis í Kanada þar sem fjölskyldan býr tímabundið. Sigurður pabbi Jóhanns Tómasar er sonur Jóhanns föðurbróður míns. Hinn 15. mars kom í heiminn Birgir Snær sonur Steindórs og konu hans Guðrúnar. Birgir pabbi Steindórs er sonur Steindórs föðurbróður míns, en Birgir eldri dó langt um aldur fram 1996. Síðan fæddist Ari Dignus 29. mars. Hann er sonur Kristófers Dignus og Maríu Hebu konu hans. Wincie mamma Kristófers er dóttir Jóhanns föðurbróður míns. Sem sagt: ég og afar og ömmur þessara ungu sveina erum systkinabörn. Alla þessa drengi passaði ég þegar þeir voru litlir en allra mest - reyndar mikið - Kristófer Dignus. Wincie mamma hans passaði mig, ég passaði Kristófer, Kristófer hefur passað dætur mínar (hann og María Heba voru reyndar au pair hjá mér eitt sinn í 3 vikur) og ég vona svo sannarlega að ég fái að passa Ara Dignus. Ég er gjörsamlega sjúk í smábörn og væri svo sannarlega til í að eiga eitt barn í viðbót. En eins og ég segi þá get ég sungið í kór þótt ég sé leg laus, en ekki ef ég væri lag laus. Þetta snýst síðan við þegar kemur að barneignum......

0 Comments:

Post a Comment

<< Home