Friday, April 15, 2005

Engin afmælis veisla

En ekki vill hún halda bekkjarafmæli og hefur ekki viljað nú í 3 ár - sama hvað við leggjum til. Staða hennar í bekknum hefur þó stór batnað - en hún er vör um sig og segir að þar sem stelpurnar hafi ekki áhuga á að tala eða leika við sig og sýni henni ekki áhuga þá hafi hún ekki áhuga á að bjóða þeim í afmæli. Mér finnst þetta þroskað viðhorf - en vildi að hún hefði ekki þurft að þola það sem hún hefur mátt þola til að hafa þetta viðhorf. Ég veit að þær mundu allar koma, en það sem hún er svo hrædd við er að í afmælinu sé voða gaman og hún fari kannski að finna sig í hópnum en svo næsta dag verði hún aftur komin á gamla góðan staðinn aftast í goggunar röðinni.
En veturinn í vetur hefur verið svo mikið mikið betri en í fyrra þegar félagslega eineltið náið hámarki. Í fyrra fór stelpa í bekknum til útlanda í eitt ár, en sú hafði verið mjög leiðandi og sterkur karakter og við það breyttust öll valdahlutföll. Það varð til þess að bekkjarsysturnar hættu að svara henni, yrtu ekki á hana, engin hringdi, engin gat leikið þó hún spyrði og þær horfðu í gegnum hana. Vanlíðan hennar var óskapleg og þegar ég var búin að hugga hana - þá grét ég. Skólinn brást henni á margan hátt, því þó verið væri að reyna að búa til hóp í kringum hana þá var enn valið í lið í leikfimi eins og gert var í fornöld og mín alltaf valin síðust. Þegar ég komst að því að slíkt væri látið viðgangast árið 2003 gjörsamlega trylltist ég. Ég ætlaði að skipta um skóla, en þá var loks stuðningur vegna lesblindunnar orðin ásættanlegur og mér fannst áhættan of mikil.
Hún fór að sækja fundi hjá KFUK og kom þar inn alveg á jafnréttis grundvelli og ekki með neitt á bakinu - byrjaði með hreint borð. Það hefur verið afskaplega gott fyrir hana og nú þegar hún er að klára 2. árið sitt hjá KFUK þá fékk hún mætingaverðlaun. Einnig hefur hún haft félagsskap af stelpunum í kórnum.
Svo er stúlkan sem var í útlöndum í eitt ár komin aftur og þá fóru hlutirnir að lagast. En við sofnum ekki á verðinum og hún er enn vör um sig. Það er víst stokkað upp í bekkjum eftir 7. bekk og þá sjáum við hvað setur.

4 Comments:

Blogger Uppglenningur said...

Til hamingju með stelpuna. Það er sorglegt að lesa um helv. eineltið en samt gott til þess að vita að ástandið hafi batnað. Gangi ykkur vel.

Einar

2:44 pm  
Blogger Hildigunnur said...

til hamingju með hana :-) 12 ára afmælið er nú alltaf svolítið stór áfangi.

Vonandi halda hlutirnir áfram að batna, eitthvað var ég að lesa um daginn að ástandið sé yfirleitt verst í grunndeild, frekar en miðdeild. Eru ekki einhverjar stelpur í kórnum eða KFUK sem hún getur óskað eftir að lenda með í bekk, þegar þetta verður stokkað upp?

11:20 am  
Blogger Kristin Bjorg said...

Hún á eitt ár eftir í að það verði stokkað upp, mér hefur gjarnan dottið í hug að hún færi í Tjarnarskóla eftir 7. bekk. Þekkir þú til þar Hildigunur?K.

2:15 am  
Blogger Hildigunnur said...

nei, bara ekki neitt. Mínar halda bara áfram í Austurbæjar.

2:35 pm  

Post a Comment

<< Home