Saturday, April 23, 2005

Eldhússtörfin

Það er gúllassúpa í pottnum og kaka í ofninum. Stuðningsfulltrúar fjölskyldunnar ætla að koma í mat. Með stuðingsfulltrúum á ég við ömmuna og föðurbróðurinn. Þau eru bæði að fara frá okkur, amman í sumarfrí á sólarströnd og föðurbróðurin (unglingurinn 52ja ára í kjallaranum) að fara út og suður um landið að vinna. Okkur kemur til með að vanta stuðningsfulltrúa í nokkarar vikur - það er ómetanlegt að fá hjálp þegar mikið (eða lítið) liggur við. Yngri stelpan hefur nokkuð gaman af að fylgjast með og hjálpa til í eldhúsinu. Hún sá súkkulaði sem á að bræða yfir kökuna og spurði "Má ég suða súkkulaðið" lógískt - þetta er nú einu sinni suðusúkkulaði!

6 Comments:

Blogger Hildigunnur said...

Er ekki stóra stelpan orðin liðtæk? Fífa passaði systkini sín í allan fyrravetur (uss, ekki segja Storgaard frá þessu...)

9:48 am  
Anonymous Anonymous said...

Gúllassúpa segir þú? Er ekki hægt að koma með smá uppskriftahorn ;)eða lauma henni á borðið til mín?

Kveðja frá ljúfari stúlkunni í Paradís!

1:01 pm  
Anonymous Anonymous said...

Jú þetta er náttúrulega allt annað þegar börnin er orðin svona stór! Svo eru nágrannar mínir í næsta húsi til taks - við hringjumst iðulega á "hey ég þarf að skreppa - ertu heima ef eitthvað er..." gott að hafa svona granna - og minnsti maðurinn á því heimili kemur yfir til okkar þegar hann nennir ekki í skutlið með síðdegis með foreldrunum. Og þá því heimili er sko mússíserað - Klarinett, kontrabassi, trommusett og besti forskólakennari landsins....mikið stuð þar handan stofuveggjarins
ég skjálf......

1:45 pm  
Blogger Hildigunnur said...

við erum með svoleiðis granna líka. Ómetanlegt.

8:54 am  
Blogger Uppglenningur said...

Þú getur ráðið mig sem au pair pilt, Kristín.

Einar

1:23 pm  
Anonymous Anonymous said...

Ertu nógu húslegur Einar minn - og kannt þú að elda eitthvað annað en veggie mat - ég vil lambakjöt á diskinn minn. En ég veit að þú ert vel að þér í rauðvínsfræðunum eftir Parísardvölina þannig að ef þú býður upp á rauðvín með grænmetinu og baununum þá er ég bara nokkuð glöð!!!
K.

12:09 pm  

Post a Comment

<< Home