Eldhússtörfin
Það er gúllassúpa í pottnum og kaka í ofninum. Stuðningsfulltrúar fjölskyldunnar ætla að koma í mat. Með stuðingsfulltrúum á ég við ömmuna og föðurbróðurinn. Þau eru bæði að fara frá okkur, amman í sumarfrí á sólarströnd og föðurbróðurin (unglingurinn 52ja ára í kjallaranum) að fara út og suður um landið að vinna. Okkur kemur til með að vanta stuðningsfulltrúa í nokkarar vikur - það er ómetanlegt að fá hjálp þegar mikið (eða lítið) liggur við. Yngri stelpan hefur nokkuð gaman af að fylgjast með og hjálpa til í eldhúsinu. Hún sá súkkulaði sem á að bræða yfir kökuna og spurði "Má ég suða súkkulaðið" lógískt - þetta er nú einu sinni suðusúkkulaði!
6 Comments:
Er ekki stóra stelpan orðin liðtæk? Fífa passaði systkini sín í allan fyrravetur (uss, ekki segja Storgaard frá þessu...)
Gúllassúpa segir þú? Er ekki hægt að koma með smá uppskriftahorn ;)eða lauma henni á borðið til mín?
Kveðja frá ljúfari stúlkunni í Paradís!
Jú þetta er náttúrulega allt annað þegar börnin er orðin svona stór! Svo eru nágrannar mínir í næsta húsi til taks - við hringjumst iðulega á "hey ég þarf að skreppa - ertu heima ef eitthvað er..." gott að hafa svona granna - og minnsti maðurinn á því heimili kemur yfir til okkar þegar hann nennir ekki í skutlið með síðdegis með foreldrunum. Og þá því heimili er sko mússíserað - Klarinett, kontrabassi, trommusett og besti forskólakennari landsins....mikið stuð þar handan stofuveggjarins
ég skjálf......
við erum með svoleiðis granna líka. Ómetanlegt.
Þú getur ráðið mig sem au pair pilt, Kristín.
Einar
Ertu nógu húslegur Einar minn - og kannt þú að elda eitthvað annað en veggie mat - ég vil lambakjöt á diskinn minn. En ég veit að þú ert vel að þér í rauðvínsfræðunum eftir Parísardvölina þannig að ef þú býður upp á rauðvín með grænmetinu og baununum þá er ég bara nokkuð glöð!!!
K.
Post a Comment
<< Home