Friday, April 15, 2005

Afmæli í gær

Mín eldri varð 12 ára í gær - mikið gleðibarn öldruðum foreldrum sínum - við hjónin vorum 35 og 36 þegar hún fæddist. Annars má lesa allt um getnað og fæðingu dætra minna í bókinni góðu "Konur með einn....." Þetta var skemmtilegru dagur og hún fór alsæl að sofa. Hún var vakin í gærmorgun - en nefndi það sérstaklega kvöldið áður að hún vildi ekki vakna við söng - með pökkum. Hún fékk náttslopp og eyrnalokka frá okkur foreldurum og dásamlegan tusku fíl frá systur sinni. Þær eru enn vitlausar í tuskudýra á þessum aldri. Eftir skóla kom heim með henni skólasystir og hjálpaði henni að gera heimasíðu á fólk.is. Hún fór með nammi á kóræfingu og trakteraði kórsystur sínar. Og það er ekki amalegt að fá afmælissönginn sungin af Graduale kórnum og svo kórnum hennar Graduale future. Pabbi hennar var að vinna til 22:00 og systir hennar í tónlistarskólanum til sama tíma þannig að við frestuðum því að fara út að borða öll saman en í staðin fórum við tvær á Subway - og vitið menn - kom ekki bróðir minn með dóttur sína þangað á sama tíma og við áttum ánægjulegan subway saman. Síðan var haldið til ömmu í ís. Frá ömmu sinni fékk hún blokk með góðum teiknipappír og 10 mis mjúka blýanta enda teiknari góður. Og svo Britney Spears greatest hits..... Við heimkomu beið afmælis gjöf frá föðurbróðurnum í kjallaranum - The incredibles á DVD.
En einn stærsti viðburður dagsins var að fá að sitja frammí! Hún er löngu búin að ná hæðinni 150cm en ákveðið var að það væri við hæfi á 12 ára afmælinu að setjast í framsætið. Mikil lukka!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home