Góður dagur
Var að koma úr Skálholti - kórinn var að taka upp - skemmtilegur dagur með söng, hlátri, varalitun, og afmælisbarni því Hannes bróðir minn sem er einnig í kórnum á afmæli í dag - hann er yngir bróðir minn og er 44 ára - ekki leiðinlegt að fá afmælissöngin sungin í í Skálholtsdómkirkju....til hamingju enn og aftur með daginn elsku bróðir og takk fyrir að sækja mig og keyra heim....hafið það notalegt í kvöld......
2 Comments:
Varalitun? Hver var varalitadur?
Thú mátt gjarnar Skila afmæliskvedjum til Hannesar frá mér :-)
knús og klem
Thóra Marteins
Við varalituðum okkur hver í kapp við aðra í kaffi pásunni og drógum allt okkar fína dót upp úr tuðrum og töskum - ég er með dellu í varaliti og geng yfirleitt með svona 5 - 6 á mér! Einnig voru þær hrifnar ölturnar af sérstökum maskara sem ég nota á augnabrúnir en þær eru svo óþekkar á mér!
Ég sjálf
Post a Comment
<< Home