Enn og aftur um bústaði
Ég hef aðgang að bústað sem er heimsóttur all oft. Þarna líður okkur vel, heitur pottur og allt til alls. Ég er ekki mikið í skóræktinni - vill reyndar sem minnst af trjám hafa, en það sem þessi bústaður gerir er að hann neyðir mann eiginlega að slappa af. Ég er nú heldur löt týpa og nýt þess í botn að gera sem minnst í frítíma mínum, en þegar við erum í bænum þá er alltaf eitthvað sem þarf að gera. En þarna fyrir austan les ég, bulla við minn mann, spjalla við börnin, elda í rólegheitum með alla í kringum mig, hlusta á tónlist og legg mig svo! Við vorum í sólarhring um helgina bara þrjú, hjónin og yngra barnið, frá föstudagskvöldi til laugardagskvölds. Engin klæddi sig fyrr en til neyddur á laugardeginum, ég las í eina 4 tíma, horft á fótbolta, borðað snakk og svo hringdi ég nokkur símtöl. Ég fór langt með að klára nýjustu bók Joanne Trollope. Hún er alveg frábær rithöfundur og hvernig hún gerir líf meðal breta intresant er einstakt....Þessi bók heitir Brother and Sister og ég mæli með henni.
1 Comments:
Ég er bara að prófa aftur, vona að þetta takist núna, fatta hvað ég gerði vitlaust, Bestu kveðjur, S.
Post a Comment
<< Home