Tuesday, May 03, 2005

Æla og svefnleysi

Byrjaði að æla um um klukkan 17:00á sunnudeginum eftir að hafa barist við klígju allan daginn. Ælunni lauk síðan svona milli 0200 og 0300 og þá sofnið ég í tvo tíma. Hafði sem betur fer haft vit á að koma morgunútvarpinu af mér þegar ég sá hvert stefndi. Var komin í vinnuna um 09:00 en fór heim stuttu eftir hádegi. Og lagði mig. Fór að sofa á skikkanlegum tíma svona upp úr tíu í kvöld. Er búin að sofa tvo tíma í nótt- ég skil ekki þetta rugl á svefninum hjá mér. En ég er barasta að hugsa um að skutlast í sturtu og svo í vinnuna. Það er nóg - og meira en nóg að gera hjá mér - og frekar en að veltast inn í rúmi þá ætla ég að gera eitthvað gagn. Það er oft svona þegar eitthvað er mikið um að vera í vinnu að ég verð svona andvaka. Nú er umferðarskólinn að byrja hjá 5 og 6 ára börnum og verða nánast allir leikskólar á höfuðborgarvæðinu heimsóttir á leikskólum í Kópavoi undanskyldum. Öll skipulagning, hönnun á boðsbréfum, samskipti við leikskóla og fleira og fleira er á mínum herðum og ég fer alltaf að hugsa um það sem er framundan ef ég rumska og þá verður svefn víðsfjarri. Núna er það ekki verkkvíði - ég er í rokna stuði og þetta gengur vel - en næ einhvernvegin ekki ró. Ég þekki verkkvíða og þetta er ekki hann. En semsagt jörð er alhvít í garðinum mínum - klukkan er að verða 0500 og ég ætla í sturtu!!!!

6 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Þetta er náttúrulega bilun að sitja um miðja nótt og skrifa á tölvuna. Vona að allt gangi vel hjá þér og þú farir að sofa betur. Kv. Systa.

8:58 am  
Anonymous Anonymous said...

Vona einnig ad thú farir ad geta sofid betur. Fór bara ad spá, afhverju er ekki gamli bærinn minn med í átakinu?
Thóra

5:22 pm  
Anonymous Anonymous said...

Vona einnig ad thú farir ad geta sofid betur. Fór bara ad spá, afhverju er ekki gamli bærinn minn med í átakinu?
Thóra

5:22 pm  
Anonymous Anonymous said...

Þetta er eitthvað svo flókið í Kópavoginum.....
k.

7:45 pm  
Anonymous Anonymous said...

Hahahahaha

Kemur ekkert á óvart ;-)

Thóra

2:48 pm  
Anonymous Anonymous said...

Hahahahaha

Kemur ekkert á óvart ;-)

Thóra

2:48 pm  

Post a Comment

<< Home