Monday, October 31, 2005

Íslenska

Eldri dóttirin er voða mikið að spá í þessa daga hvernig hún talar. Hún segir aldrei hæ heldur sæl, hún borðar ekki heldur snæðir eða etur, hún segir ekki takk heldur þökk, hún segir ekki mamma mín og pabbi heldur faðir minn og móðir, ekkert er fallegt heldur fagurlegt, hún hefur ekki áhuga á að vita hvað við gerðum þegar við vorum lítil heldur hvað við gerðum þegar við vorum ung að árum eða á æskuárum. Þetta er rosalega skemmtilegt og hún er afskaplega gamaldags eitthvað og segist tala forn íslensku.

1 Comments:

Blogger Þóra said...

Ég gekk líka í svona skeið á mínum æskuárum. (Þetta er ekki hundrað kall heldur hundrað krónur o.s.frv.). Það eltist því miður af mér. Vona að hún nenni þessu bara sem lengst því það er svo gaman að hitta börn sem tala fallegt mál :)

12:02 pm  

Post a Comment

<< Home