Friday, November 04, 2005

Ég

og Mikki mús erum eitt. Þið vitið "þessi glaðlega mús sem glatt hefur börn og fullorðna síðan hún var fyrst teiknuð af Walt Disney og á eftir að gleðja komandi kynslóðir"
Mikki er alltaf hjá mér. Hann er samofin mér. Oftast er hann til friðs, stundum pirrar hann mig, og stundum er hann bara fyndin. Það er ekkert langt síðan leiðir okkar fóru að liggja saman - bara nokkrir mánuðir síðan. Ég strýk honum, nudda hann og stundum klóra ég honum. Það finnst honum fyrst gott en síðan vont. Ég veit það þýðir lítið fyrir mig að pirra mig út í Mikka - hann fer þegar honum hentar. Hann er dálítið áberand á mér - en dylst þó mörgum. Dætrum mínum finnst hann fyndin - maðurinn minn vorkennir mér að hafa hann á persónu minni. Hann á það til að skipta litum. Ég reyni að hafa hann svona ljósan en þegar ég vanræki hann þá verður hann ógurlega reiður og getur þessvegna orðið illilega rauður.
Ég skoða hann daglega, og reyni að mýkja hann og það gengur oftast nokkuð vel. Hann fer með mér í sturtu - nokkuð sem kötturinn vill ekki gera.
En hver er hann þessi dularfulli Mikki mús sem fylgir mér stöðugt?
Jú hann er ekkert nema þrír ómerkilegir sóríasisblettir sem eru á vinstri fótlegg mínum. Þetta er einn stór blettur og samvaxnir honum eru tveir minni sem eru alveg eins í laginu og eyrun á músinni. Og hlutföllin eru þau sömu.
Svona er það nú......

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

mentioned almost all people settle their own financial loans promptly plus free of charges
A top debt charity can possibly expect the sheer number of folks embracing these to get assist in excess of cash advance loans that will two times this. bill nonprofit charities tells available purchased the particular quick, large interest personal loans 2010. Typically the charity says four years earlier may be clientele with them has been small.
kredyty gotówkowe pozabankowe
zarekomendował mi ją
kredyty bez bik
szybki kredyt przez telefon
http://pozyczki-prwatne.com.pl

http://pozyczki-prwatne.net.pl
http://pozyczkanadowod24.net.pl
http://pozyczkanadowod24.org.pl

9:04 pm  

Post a Comment

<< Home