Wednesday, February 22, 2006

Stóra upplestrarkeppnin

Haldiði ekki að lesblinda stúlkan mín hafi verið valin ein af fimm í sínum bekk til að halda áfram í stóru upplestrarkeppninni! Enn á eftir að skera niður - en að vera valin ein af fimm var frábært! Hún var ekki lítið stolt. Hún er góður upplesari og hefur gaman af því og er búin að æfa sig vel. Þetta hefur hún frá móður afa sínum - hann var ákaflega góður upplesari og las ófáar sögur í útvarp á sínum tíma. Hann er stoltur af sinni á skýi fyrir ofan okkur - ef hann er ekki upptekin við að sauma út eða segja sögur og fá næga athygli, eða að fá sér bjór og sígó, eða situr og tala við kött, eða .............

2 Comments:

Blogger Þóra said...

Til hamingju með snúlluna :-)

2:27 pm  
Blogger Hildigunnur said...

frábært, til hamingju og gangi henni vel!

3:46 pm  

Post a Comment

<< Home