Friday, March 10, 2006

Ævintýri kisu litlu

Soffía okkar sat föst upp í tré í gær og þurfti að bjarga henni niður. Síðan elti hún þá yngir niðrí TBR við Glæsibæ og kom ekki heim í 3 tíma. Þær systur fóru að leita að henni rétt um átta í gærkvöldi og fundu hana skjálfandi, týnda og hrædda við bílastæðið hjá TBR og Systu. Hún varð ósköp fegin þegar þær komu og björguðu henni - þarna var líka stór kisa sem Soffía var hrædd við. Þetta er dágóður spotti frá heimilinu og yfir tvær stórar götur að fara, Álfheima og Skeiðarvog. Allt er gott sem endar vel

1 Comments:

Blogger Hildigunnur said...

Loppa týndist líka í hitteðfyrrasumar, elti Fífu og Finn upp á Grænuborg, hvarf þar, fannst aftur þar undir runna aumingjalega mjálmandi um kvöldið. Þá var fjölskyldan stressuð...

8:49 pm  

Post a Comment

<< Home