Tuesday, March 07, 2006

Á morgun lýkur skammdeginu

Ég ákvað það fyrir nokkuð mörgum árum að skammdegið væri búið þann 8. mars. Ég varð að hafa einhvern ákveðin dag.
Þetta skammdegi hefur verið svona og svona. Mér hefur ekki alveg tekist að forðast árásir hundsins, en hann hefur ekki algjörlega tekið af mér ráðin eins og hann gerði í fyrra þegar hann lagði mig í heilan mánuð. Hann gerir svo sannarlega árásir og mér tekst ekki að verjast fullkomlega og hef gefist upp, en það varir ekki lengi og ég hef meiri mótstöðu en oft áður. Ég þakka það að mikilum hluta utanlandsferð um jólin. Svo er ég búin að læra mikilvægi þess að hafa jafnvægi í lífinu. Reyna að hvílast nóg, ekki ætla sér um of, og umframallt að lifa ekki of flóknu lífi og forðast þær aðstæður sem gera lífið flókið og heimtar af manni að taka ákvarðanir sem maður er ekki í stakk búin til að taka. Svo eru lyf nauðsynleg og ég ÖSKRA ef einhver nefnir gleðipillu. Þetta er svo sem ekkert spennandi, en umfram allt er að halda haus og komast klakklaust í gegnum erfiða tíma. Verst er þó skömmin; yfir að geta ekki alltaf mætt í vinnu og þessi tilfinninga að maður sé ekki að sinna börnum, maka og öðrum í lífinu og sé ferkar byrði en hitt. Ég verð líka að venja mig við þá hugsun að þetta ástand sé komið til að vera - ekki að það sé uppgjöf en ég get átt von á því allt árið um kring að gefast upp dag og dag.
En af hverju valdi ég 8. mars. Jú það er nú einu sinni alþjóðabaráttudagur kvenna og svo er tæpur hálfur mánuður í jafndægri á vori og svo.......

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með afmælið elskan mín og gangi þér vel í baráttunni.
Eins og Logi sagði, berjast!
Systa.

8:18 pm  

Post a Comment

<< Home