Wednesday, March 08, 2006

Það var

þennan dag fyrir 48 að litla stúlkan Kristín Björg fæddist foreldrum sínum þeim Kristínu og Þorsteini. Af fæðinardeild var farið heim í Sörlaskjól 6 en þar bjuggu foreldrar mínir í kjallaranum hjá móðursystur minni og hennar fjölskyldu. Einnig var á heimilinu Jensína amma mín - eina amman sem ég kynntist - hin höfðu öll safnast til feðra sinna. Fyrir á heimilinu var eldri bróðurinn Páll. Við eins árs aldur flutti fjölskyldan í Kópavoginn og bjuggum við í Hófgerði sem er yndisleg lítil gata rétt fyrir neðan Kópavogskirkjuna. Þar bættist svo í systkinahópinn hann Hannes minn. Fyrir átti pabbi Gunnar - hann býr á Siglufirði og er talsvert fatlaður.
Í Kópavogi var barnamergð mikil a.m.k. 3 börn í hverri fjölskyldu og allir á grunnskólaaldri. Gatan var eitt svað og var það lengi. Engar gangstéttir og ekki malbikað fyrr en seint á 10. áratugnum. En þetta var rosalega gaman! Allir úti langt fram eftir kvöldi í götu sem lá í hóf og gegnum akstur lítill. Svo var það líka holtið fyrir neðan kirkjuna - dásamlegur staður. Mamma fór reyndar í göngutúr þar gær og þar hafa birkiplöntur sáð sér en eiga alls ekki heima þarna. Úr Hófgerðinu fluttum við síðan þegar ég var 18 ára...... Og ári seinna flutti ég úr foreldrahúsum

6 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með daginn, Kristín!

Einar

7:32 am  
Blogger Hildigunnur said...

til hamingju :-)

8:23 am  
Anonymous Anonymous said...

Takk elskurnar.....k.

10:30 am  
Blogger Þóra said...

Til hamingju með afmælið yndislega kona :-*

10:56 am  
Anonymous Anonymous said...

Já innilega til hamingju kæra frú.
shg

3:31 pm  
Anonymous Anonymous said...

Takk góðu konur....k.

8:53 am  

Post a Comment

<< Home