Tuesday, February 28, 2006

Vinstri höndin veit hvað sú hægri gjörir

Ég hef þjáðst undanfarið af verulegum verkjum frá bringu, aftur í bak og niður í hægri handlegg. Þegar kvalirnar urðu óbærilegar fór ég og hitt lækni - hann greindi þetta sem rosaleg vöðvabólgu og skrifaði upp á Voltaren Rapid og tilvísun á sjúkraþjálfara. Ég hef ekki getað notað hægri höndina á músina og er búin að skipta yfir á vinstir hönd. Það voru hræðilega spasktískar hreyfingar í byrjun en nú er þetta allt að koma og kemur á óvart hverstu fljót ég er að venjast þessu. Það breytti líka heilmikið þegar samstarfsmaður minn sýndi mér hvernig ég get breytt músinni þannig að ég get snúið tökkunum við og áfram notað vísifingurinn sem aðal putta og nú vinstri smelli ég með löngutöng - ég byrja í sjúkraþjálfun á morgun og hlakka ekkert sérlega til......

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Gangi þér vel, (ég minni svo enn og aftur á jóga, besta vörn gegn vöðvabólgu sem til er). Systa :-)

11:56 am  

Post a Comment

<< Home