Thursday, September 21, 2006

Huggun harmi gegn

Í volæði mínu er ég að hlusta á þessa konu www.tonskald.blogspot.com
Hún er að velja fallegast á fóninn í útvarpi allra landsmanna. Hún var rétt í þessu að spila Te Deum eftir Arvo Part. Alveg hreint magnað verk. Dómkórinn söng þetta einu sinni undir stjórn föður Þóru. Ég þurfti að fara til Svíþjóðar ekki löngu áður en tónleikarnir voru og tók nótur með og disk til að hlusta á verkið í lestarferðum. Þá vildi ég vera kvikmyndagerðarmaður því þessi tónlist passaði alveg hreint ótrúlega vel við haustskógana í Svíþjóð og var eitthvað svo bíómyndaleg. Ég ætlaði að senda Friðrik Þór diskinn en fann hann ekki.Nú er það aría næturdrottningarinnar sem verður gaman að heyra í túlkun Ólavíu Hrannar þegar hún verður í hlutverki Florence Foster Jenkins í Þjóðleikhúsinu í vetur.

1 Comments:

Blogger Þóra said...

Takk fyrir að nenna að hlusta :-*

10:01 pm  

Post a Comment

<< Home