Wednesday, September 20, 2006

Hvað er þetta eiginlega!

Er þetta aldurinn - mér finnst ég orðin svo væmin og farin að líka við ólíklegustu hluti.
Er það t.d. eðlilegt að hafa gaman af - og vera eiginlega mjög hrifin af - þegar Regína Ósk syngur Ljósanæturlagið? Og eitthvað annað álíka vellulegt?
Er það í lagi að finnast Guðlaugur Þór sympatískur? Ja náttúrulega í samanburði við keppinaut hans þá er hann það - en komm on!

7 Comments:

Blogger Unknown said...

Það er allt í lagi að fíla væmin lög, en Guðlaug Þór... tja... ég veit það svei mér ekki!

Kannski er það bara samanburðurinn sem er honum í hag. ;)

1:03 pm  
Anonymous Anonymous said...

við meyrnum með aldrinum...er það ekki bara eins og það á að vera?

en seint mun ég þola r&b væl-söngkonustílinn, djö. ógeð er það

1:04 pm  
Blogger Hildigunnur said...

Gulli? Grænmeti? Sympatískur???

kommon!

allt í fína með lögin. Regína er ljómandi fín söngkona að minnsta kosti (ekki viss um að ég hafi heyrt Ljósanæturlagið.

9:27 pm  
Blogger Anna Kristjánsdóttir said...

Skelfing er að heyra þetta. Gulli Þór farinn að meyrna og orðin sympatískur!
Má ég þá heldur biðja um Don Alfredo!

1:17 am  
Anonymous Anonymous said...

mér finnst Regína mjög flott söngkona og var alls ekki að tala um hennar söngstíl

r&b væl er allt annað og leiðinlegra fyrirbæri...

9:18 am  
Blogger Kristin Bjorg said...

Já ég er með stórfelldar áhyggjur af sjálfri mér. Eins og það sé ekki nóg að hafa áhyggur af ástandinu í heiminum

3:10 pm  
Blogger Ester Elíasdóttir said...

Guðlaugur Þór! Kristín þó!

7:22 pm  

Post a Comment

<< Home