Friday, November 03, 2006

Date böll

Þau tíðkast í sumum skólum - þá bjóða strákar stelpum og stelpur strákum. Síðan fara þau saman á ballið. Þetta er sikk - við erum að taka upp óþolandi siði sem hafa gert mörgum lífið leitt í henni Amríku t.d. Ég talaði við menntaskóla kennara í gær og þetta mál kom upp. Hún sagði að skiptinemar sem kæmu hingað frá Bandaríkjunum væru alsælir með að vera laus undan þessari date pressu.
Í skóla sem ég þekki til þá voru þeir sem ekki voru komnir með date fyrir ballið settir í tvo potta og svo var dregið saman.
Ef þetta er ekki að kynda undir félagslegt einelti þá veit ég ekki hvað.
Það er ekki nóg að þetta sé erfitt fyrir þá sem ekki eru sterkir á svellinu félagslega heldur er þetta gríðarlega pressa á alla.
Og eins og ein ágæt kona sagði við mig í gær - er eðlilegt að stelpa í áttunda bekk fari með strák í tíunda bekk. Það munar gríðarlega í aldrei þó árin séu bara tvö.
Nú er árið 2006 - er þetta normal......ég spyr

7 Comments:

Blogger Hildigunnur said...

mér finnst þetta satt að segja ömurlegt og er mjög ánægð með að þetta tíðkast ekki í Austurbæjarskóla :-@

11:30 am  
Anonymous Anonymous said...

Það er ömurlegt að skólar skuli líða þetta- því svona er fáránlegt

2:34 pm  
Anonymous Anonymous said...

æ, mér líst illa á þetta. ótrúlegt að apa svona upp þessa amrísku dellu, þoli ekki sýndarmennskuna í kringum samskipti kynjanna þar

8:07 pm  
Blogger Kristján Orri Sigurleifsson said...

Því miður er Ísland alltaf að verða amerískara. Þetta deit-drasl er ótrúlegur óþarfi. Eru margir skólar byrjaðir með þetta?

10:20 am  
Anonymous Anonymous said...

Glatað - þetta er líka erfitt fyrir þá sem eru félagslega sterkir. Trúðu mér. Þekki ungling sem var þeirrar gerðar að vera hærri en flestir strákar í kringum hana, það eitt gerði þetta deit sull erfitt.

4:58 pm  
Blogger Kristin Bjorg said...

Þetta er svo mikið rétt Helga Vala - þetta er stress fyrir alla. Og því líka að vera að gera unglingsárin erfiðari en þau eru. Er ekki nægur tími til að stressa sig yfir hinu kyninu. Að ég tali nú ekki um krakka sem eru ekki viss á sinni kynhneigð og eru kannski að uppgötva hluti um sjálfa sig sem ekki falla undir normið - það hlýtur að vera djöfullegt að ganga í gegnum svona vitleysu.
Því miður Kontri þá eru það ansi margir skólar með þetta - en einhvernveginn hef ég á tilfinningunni að þetta sé á undanhaldi. Hallelúja!!
Allavega veit ég að í skólanum þar sem ég þekki best til þar hafa komið upp miklar efasemdar raddir um þetta fyrirkomulag.

7:06 am  
Anonymous Anonymous said...

Í öðrum fréttum hefur verið ákveðið að nefna Ísland "Litlu Ameríku". Loksins fær Ísland sitt rétta nafn! :)

2:33 pm  

Post a Comment

<< Home