Thursday, November 16, 2006

Mjá mjá

Ekkert mjá mjá heyrðist þegar ég staulaðist niður fyrir klukkan 06:00 í morgun. Og ekkert mjá mjá þegar ég skrúfaði frá sturtunni - hún kemur yfirleitt obbbboðslega letileg fram úr herbergi annahvorrar stelpnanna þegar hún heyrir vatnið renna. Ég var aðeins með hnút - en svo kom hún fram þegar ég var búin að sturta og blása. Mikið var ég fegin.......

1 Comments:

Blogger Hildigunnur said...

æ, en gott! Ekki gaman að týna kisu, láttu mig vita.

7:32 pm  

Post a Comment

<< Home