Friday, November 10, 2006

Vetrarfríið

Jæja - komin til byggða - fyrir nokkrum dögum - Sigló var æði.
Siglufjörður - hvað ætlið þið að gera þar um miðjan vetur? Sumir voru hissa á að við færum þangað í vetrarfrí.
En mér líður óskaplega vel þarna. Þetta er bærinn þar sem pabbi minn og hans systkin ólust upp í og þarna var ég mörg mörg sumur hjá föðursystur minni. Þá var alltaf sól.
Úr húsinu sem við höfðum að láni sáum við gaflinn á Norðurgötu 9. Það er húsið sem afi minn og amma reistu og bættu við herbergjum þegar börnunum fjölgaði. Þarna var afi líka með bókabúðina sína fyrstu árin.
Föðursystir mín seldi húsið að ég held 1991 og því hefur verið vel við haldið alla vega lítur það vel út að utan. Mér skilst að núverandi eigandi sé Úlfar Eysteinsson matreiðslumaður.
Það hafa margir keypt gömlu húsin í bænum og gert þau upp. Heimamenn eru ánægðir með það.
Ég ætla aftur í vetur.

2 Comments:

Blogger Ester Elíasdóttir said...

Velkomin til byggða. Ég skil vel þetta með frí þar sem ekkert sérstakt er að gera. Ég er einmitt í svoleiðis fríi núna. Í smábæ í Florida þar sem er nákvæmlega ekkert að gerast. Þá get ég með góðri samvisku slappað af og er ekki að missa af neinum uppákomum, viðburðum eða menningarverðmætum.

10:32 pm  
Blogger Anna Sigga said...

Mikið skil ég þig vel að vilja vera á Sigló. Það er önnur veröld. Tíminn hefur annað gildi, hann líður á öðrum hraða. Bara dásamlegt!
Ég öfunda þig pínulítið!

1:12 pm  

Post a Comment

<< Home