Saturday, December 30, 2006

Flugeldar

Ég ætla að kaupa mína flugelda hjá hjálparsveitum. Við vitum aldrei hvort eða hvenær við eða einhver sem er okkur nákomin þarf á hjálp þeirra að halda. Og það er frábært að vita til þess að það er fólk þarna úti sem er tilbúið að fara hvenær sem er til leitar eða hjálpar t.d. eftir náttúruhamfarir. Nú er ég eins og auglýsing en ég meina þetta frá hjartanu. Þegar aðrir en hjálparveitir og skátar eru að selja þá er þetta svona eins og hjá stórmörkuðum og lágvöruverslunum með bækur og diska fyrir jóli. Þú færð enga þjónustu en ætlar þér að græða þegar mest er um að vera.

1 Comments:

Blogger Ester Elíasdóttir said...

Takk kærlega fyrir þetta innlegg! Snorri fékk einmitt í fyrra (2006... haha, það er víst í fyrra) gullmerki Flugbjörgunarsveitarinnar fyrir 20 ára ötult starf. Þú getur rétt ímyndað þér hvar flugeldar og jólatré eru keypt í okkar kreðsum.

4:38 pm  

Post a Comment

<< Home