Saturday, December 30, 2006

Og tímin líður.......

Klukkan komin fram yfir miðnætti aðfaranótt laugardags og svefninn víðs fjarri - enda bældi ég bólið fram eftir degi og dottaði yfir sjónvarpinu áðan. Guðni Már að spila rokk og ról. Manninn minn dauðþreyttur upp á lofti. Hann er að vinna eins og m.f. við að koma íþróttaannál ársins saman. Tveggja tíma prógram sem verður á dagskrá á gamlársdag. Svo fer hann í Stykkishólm á morgun í körfubolta OB.
Ég ætla að versla. Djöfull er þetta leiðinleg færsla!!!!!!!!!!
Ég fór í forgarðinn í dag til að skila og skipta. Fór í tískubúð eina til að skila arabaklút sem sú eldri fékk því hana langaði í svartan og hvítan en ekki rauðan. Sá svart/hvíti var ekki til og ég spurði hvenær ný sending kæmi. "Það verður ekki fyrr en eftir áramótin". Tek það fram að klukkan var hálf sjö föstudaginn 29. desember

4 Comments:

Blogger Hildigunnur said...

já, þú hefur náttúrlega orðið foxill yfir að klúturinn kæmi ekki í dag :-D

Fífa fékk annars fjólubláan arabaklút, hrikalega flottur. Ég á bókað eftir að ræna honum einhvern tímann...

11:11 am  
Blogger Ester Elíasdóttir said...

Eymingjans afgreiðslufólkið - venjulega getur mar nú hneykslast smá á tómahljóði heilabúsins hjá fólk sem kemst svona að orði, en seint í desember fá allir séns á að vera svolítið vitlausir, er það ekki?

1:29 pm  
Blogger Kristin Bjorg said...

Jú en ég er bara svo fullkomin! Annars veit ég ekki hvort heilabúið á mér sé í fullri virkni eftir svefnsýki undanfarna daga....

2:24 pm  
Anonymous Anonymous said...

Það var einmitt verið að auglýsa ,,byltingu í svefnlausnum" í Dagskrá vikunnar um daginn. Kannski þarf að gera svoleiðis byltingu á þínu heimili.

Einar J

3:00 pm  

Post a Comment

<< Home