Og tímin líður.......
Klukkan komin fram yfir miðnætti aðfaranótt laugardags og svefninn víðs fjarri - enda bældi ég bólið fram eftir degi og dottaði yfir sjónvarpinu áðan. Guðni Már að spila rokk og ról. Manninn minn dauðþreyttur upp á lofti. Hann er að vinna eins og m.f. við að koma íþróttaannál ársins saman. Tveggja tíma prógram sem verður á dagskrá á gamlársdag. Svo fer hann í Stykkishólm á morgun í körfubolta OB.
Ég ætla að versla. Djöfull er þetta leiðinleg færsla!!!!!!!!!!
Ég fór í forgarðinn í dag til að skila og skipta. Fór í tískubúð eina til að skila arabaklút sem sú eldri fékk því hana langaði í svartan og hvítan en ekki rauðan. Sá svart/hvíti var ekki til og ég spurði hvenær ný sending kæmi. "Það verður ekki fyrr en eftir áramótin". Tek það fram að klukkan var hálf sjö föstudaginn 29. desember
Ég ætla að versla. Djöfull er þetta leiðinleg færsla!!!!!!!!!!
Ég fór í forgarðinn í dag til að skila og skipta. Fór í tískubúð eina til að skila arabaklút sem sú eldri fékk því hana langaði í svartan og hvítan en ekki rauðan. Sá svart/hvíti var ekki til og ég spurði hvenær ný sending kæmi. "Það verður ekki fyrr en eftir áramótin". Tek það fram að klukkan var hálf sjö föstudaginn 29. desember
4 Comments:
já, þú hefur náttúrlega orðið foxill yfir að klúturinn kæmi ekki í dag :-D
Fífa fékk annars fjólubláan arabaklút, hrikalega flottur. Ég á bókað eftir að ræna honum einhvern tímann...
Eymingjans afgreiðslufólkið - venjulega getur mar nú hneykslast smá á tómahljóði heilabúsins hjá fólk sem kemst svona að orði, en seint í desember fá allir séns á að vera svolítið vitlausir, er það ekki?
Jú en ég er bara svo fullkomin! Annars veit ég ekki hvort heilabúið á mér sé í fullri virkni eftir svefnsýki undanfarna daga....
Það var einmitt verið að auglýsa ,,byltingu í svefnlausnum" í Dagskrá vikunnar um daginn. Kannski þarf að gera svoleiðis byltingu á þínu heimili.
Einar J
Post a Comment
<< Home