Sunday, January 07, 2007

Einhver óróleiki

Ég get ekki sofið. Við hjón og kisa erum stelpulausar. Þær eru búnar að vera hjá ömmu sinni i dag - hjálpuðu henni að taka niður jólin, lásu, prjónuðu og borðuðu svo það besta í heimi: grjónagraut hja ömmu. Eitt örlítið andartak datt mér í hug að gaman væri að kikja í bæinn. Það var mjög stutt andartak.
Við gláptum á allar þrjár myndirnar í kvöld og mér þótti þær allar skemmtilegar þó ólíkar væru. Eg gat hlegið að unglingavitleysunni, Taggart brást ekki og svo var góð dönsk mynd í lokin.
Ég er að lesa Tryggðarpant Auðar Jónsdóttur og hef gaman af. Hef ný lokið við að lesa Þriðja táknið og eftir þann lestur held ég að ég þurfi ekki að lesa nýju bókina hennar Yrsu.
Mikið djöfulli verð ég reið þegar Bush opnar munninn - eða bara yfir höfuð þegar ég sé hann eða dettur hann í hug. Nú er komin tími til að stopp fjandann og ég vona svo sannarlega að nýja þingið megni að stöðva enn frekari peningastreymi til Íraks. En finnur hann þá ekki bara aðrar leiðir þannig að hann fái pening án þess að fara í gegnum þingið?

0 Comments:

Post a Comment

<< Home